Íþróttavikan kemur út alla föstudaga á 433.is og á Hringbrautarrás Sjónvarps Símans. Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson hafa umsjón með þættinum.
Viðar Örn Kjartansson hefur mikið verið í umræðunni undanfarið en hann var ekki í hóp hjá KA í síðasta leik. Þá fóru af stað alls konar sögur og meðal annars að hann væri á förum frá KA.
Sjálfur sagði hann hins vegar í vikunni að hann ætlaði að koma sér í liðið á ný.
„Það var auðvitað einhver ágreiningur en hann talar á þann veg að hann ætli bara að fara að rífa sig í gang,“ sagði Hrafnkell um málið í þættinum.
„Mér fannst hann mjög brattur í viðtali við hann sem ég las í vikunni og klár í þetta,“ bætti hann við.
„Hann virkar mótiveraður,“ skaut Helgi inn í.
Íþróttavikan er í boði Bola léttöl og Lengjunar