Erik ten Hag stjóri Manchester United lætur það ekki pirra sig þó INEOS fyrirtækið vilji ekki lýsa yfir stuðningi við hann.
Sir Jim Ratcliffe og hans fólk hafa ekki viljað stíga fram og styðja við stjórann sem er í brekku.
„Þið verðið að spyrja eigendur frekar en mig,“ segir Ten Hag um það hvort hann vilji fá stuðningsyfirlýsingu.
„Það er ykkar skoðun að þeir eigi að gera það en þið verðið að ræða þetta við þá.“
Taldar eru meiri líkur en minni á því að Ratcliffe og Glazer fjölskyldan ákveði að reka Ten Hag á næstu vikum.
„Mitt starf er að tala við ykkur, það skiptir mig engu hvort þeir tali við ykkur eða ekki. Ég vinn mína vinnu og reyni að bæta okkar lið.“