Mason Mount miðjumaður Manchester United er meiddur á nýjan leik og getur ekki spilað gegn Arsenal um helgina.
Mount byrjaði sinn fyrsta leiki í marga mánuði gegn Crystal Palace á mánudag en er meiddur á nýjan leik.
Mount er á sínu fyrsta tímabili hjá United en hefur meira og minna verið meiddur.
Bruno Fernandes og Marcus Rashford eru að ná heilsu og gætu báðir spilað stórleikinn gegn Arsenal á sunnudag.
Meiðsli hafa hrjáð leikmannahóp United en liðið á þrjá deildarleiki eftir á tímabilinu og úrslitaleik enska bikarsins.