Óskar Hrafn Þorvaldsson ætlar ekki að tjá sig um uppsögn sína hjá Haugesund, hið minnsta ekki á næstunni.
Það kom öllum í opna skjöldu þegar Óskar sagði upp störfum hjá Haugesund í morgun eftir stutt stopp.
Óskar tók formlega við Haugesund í upphafi árs en hann stýrði liðinu í sex deildarleikjum og sótti sex stig.
433.is setti sig í samband við Óskar sem afþakkaði viðtalið og sagðist vera maður fárra orða.
Óskar gerði góða hluti með Breiðablik áður en hann hélt til Noregs en nú á kaffistofum landsins er farið að máta Óskar við störf hér á landi.