Það kom öllum í opna skjöldu þegar Óskar Hrafn Þorvaldsson sagði upp störfum hjá Haugesund í morgun eftir stutt stopp.
Óskar tók formlega við Haugesund í upphafi árs en hann stýrði liðinu í sex deildarleikjum og sótti sex stig.
Óskar gerði vel með Breiðablik áður en hann fór út en Óskar var efstur á óskalista KR síðasta haust og er núna orðaður við starfið á nýjan leik.
KR:
Maðurinn sem Páll Kristjánsson og hans stjórn vildu ráða til að byrja með en leitin endalausa endaði á Gregg Ryder. Vilji Óskar koma heim til KR mun félagið líklega láta Ryder fara.
Valur:
Valsmenn eru kröfuharðir og ef liðið er ekki að berjast um titilinn hitnar undir þjálfaranum. Óskar gæti fyllt í skarð Arnars Grétarssonar ef Valsmenn vilja breytingar.
Breiðablik:
Endurkoma er ólíkleg þar sem sambandið súrnaði undir það síðasta en stuðningsmenn Breiðabliks elska Óskar Hrafn. Takist Halldór Árnasyni ekki að koma Blikum á flug gæti sögurnar farið af stað.
KA:
Á Akureyri hafa menn mikinn metnað fyrir því að ná árangri og Hallgrímur Jónasson hefur farið illa af stað á þessu tímabili. KA gæti reynt að sannfæra Óskar um að koma Norður.