fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Pressan

Þessi mynd lagði líf drengjanna í rúst – Nú hafa þeir fengið uppreisn æru

Pressan
Föstudaginn 10. maí 2024 09:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir ungir menn sem voru reknir úr virtum skóla árið 2020 eftir að mynd af þeim fór í dreifingu á Internetinu hafa nú fengið uppreisn æru.

Piltarnir sem um ræðir voru aðeins 14 ára þegar umrædd mynd var tekin árið 2017 þegar þeir, samtals þrír vinir, gistu saman eina nótt. Á myndinni má sjá drengina með dökkan lit í andlitinu og töldu margir að um væri að ræða svokallað „blackface“ – það er andlitsgervi hvítrar manneskju sem málar sig svarta eða brúna í framan. Oftar en ekki er litið á gervið sem móðgun við svart fólk.

Myndin fór svo í dreifingu árið 2020, eða um það leyti sem Black Lives Matter-hreyfingin ruddi sér til rúms eftir morðið á George Floyd. Borin voru kennsl á drengina sem stunduðu nám við sama skólann í Kaliforníu og voru þeir teknir á teppið og vikið úr skólanum.

En málið var þó flóknara en þetta eins og kom síðar á daginn.

Drengirnir höfðu einfaldlega borið á sig bólukrem sem móðir eins drengjanna hafði keypt til að meðhöndla bólur í andliti hans. Andlitsmaskinn var ljósgrænn þegar hann var borinn á andlitið og varð dökkgrænn þegar hann þornaði. Var tilgangur drengjanna ekki að þykjast vera dökkir á hörund.

Bandarískir fjölmiðlar greina nú frá því að drengirnir tveir hafi fengið bætur, 500 þúsund dollara hvor, í bætur fyrir brottreksturinn þar sem skólinn tryggði ekki að drengirnir fengju réttláta málsmeðferð.  Jafngildir upphæðin sem hvor drengjanna fær tæpum 70 milljónum króna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Tik-Tok-maðurinn dæmdur

Tik-Tok-maðurinn dæmdur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Benjamin Netanyahu í vitnastúkunni í eigin spillingarmáli – „Ég hef beðið þessarar stundar í átta ár“

Benjamin Netanyahu í vitnastúkunni í eigin spillingarmáli – „Ég hef beðið þessarar stundar í átta ár“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar
Pressan
Fyrir 5 dögum

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi