fbpx
Laugardagur 31.ágúst 2024
Pressan

Segja að kviðdómur hafi átt erfitt með að halda niðri í sér hlátrinum í gær

Pressan
Föstudaginn 10. maí 2024 09:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðalmeðferð fer nú fram í svokölluðu þöggunargreiðslu-máli ákæruvaldsins gegn Donald Trump. Fyrrum forsetinn er grunaður um að hafa falsað bókhaldsgögn og brotið gegn reikningsskilareglum til að fela þöggunargreiðslur til klámleikkonunnar Stormy Daniels.

Margir höfðu spáð því að réttarhöldin, rétt eins og margt í kringum fyrrum forsetann, yrðu að farsa. Sú virðist raunin vera, en lagasérfræðingar meta það sem svo að kviðdómur í málinu hafi átt erfitt með að halda niðri í sér hlátrinum í gær á meðan verjandi Trump reyndi að þrengja að Stormy sem sat fyrir svörum.

Lögmaðurinn George Conway, sem er enginn aðdáandi Trump, sagði við CNN, að verjandi Trump hafi gert neyðarleg mistök. Hún hafi eytt alltof löngum tíma í að spyrja Stormy spjörunum úr, en slíkt kunni sjaldnast góðri lukku að stýra. Verjandinn, Susan Necheles, gekk hart að Stormy til að gera vitnisburð hennar tortryggilegan. Hún spurði mikið út í störf hennar í klámmyndabransanum og velti því upp hvort Stormy hefði í raun ekki feril af því að láta „skáldaðar sögur um kynlíf“ virðast „raunverulegar“.

Conway segir að þessar spurningar hafi verið svo fáránlegar að kviðdómur hafi sjáanlega átt erfitt með að fara ekki að skellihlæja. „Því lengur sem þú þráspyrð svona, því meiri völd gefur þú vitninu og þetta vitni er mun klárari en skjólstæðingur Necheles. Ég tel mig hafa séð kviðdómendur á einum tíma gera það sama og ég, sem er að kæfa niður hláturinn út af sumum skotunum sem Stormy tókst að koma inn í málið.“

Fleiri lögfræðingar hafa gagnrýnt yfirheyrslu verjenda Trump: „Trump er versti vinur lögmanns síns. Skynsamlega leiðin hefði verið að kveða á um að fundur Stormy og Trump hafi vissulega átt sér stað, því þá hefði engin ástæða verið fyrir hana til að bera vitni. Þess í stað fara lögmenn að vilja Trump og ákveða að ganga hart að henni í skýrslutöku. Kviðdómi á ekki eftir að líka þetta,“ sagði saksóknarinn Renato Mariotti.

Ein úr lögmannateymi Trump,. Alina Habba, sagði í samtali við Fox fréttastofuna að hún hafi séð nokkra flissa, aðspurð um það hvort kviðdómur væri með fulla athygli á því sem færi fram í dómsal.

„Stundum, ég hugsa sérstaklega í síðustu skýrslutöku, þá sá ég alveg klárlega smá fliss og ég vil ekki ræða of mikið að kviðdómurinn sé ekki með fókus, en ég meina – kannski? Ég veit ekki alveg, þau detta inn og út og það getur líka verið erfitt að lesa kviðdóm.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Sat látin við skrifborðið sitt í nokkra daga og enginn tók eftir því

Sat látin við skrifborðið sitt í nokkra daga og enginn tók eftir því
Pressan
Í gær

Fyrrum forstjóri Netflix hvetur fólk til að vinna ekki svona mikið

Fyrrum forstjóri Netflix hvetur fólk til að vinna ekki svona mikið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lík hans fannst í helli árið 1977 – Nú er loksins búið að bera kennsl á hann

Lík hans fannst í helli árið 1977 – Nú er loksins búið að bera kennsl á hann
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ellilífeyrisþegi lét innbrotsþjófinn finna hvar Davíð keypti ölið

Ellilífeyrisþegi lét innbrotsþjófinn finna hvar Davíð keypti ölið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Deadpool-morðinginn dæmdur til dauða: „Ég hef aldrei séð neinn jafn illan og hann“

Deadpool-morðinginn dæmdur til dauða: „Ég hef aldrei séð neinn jafn illan og hann“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fara fram á dauðadóm yfir þremur Bandaríkjamönnum

Fara fram á dauðadóm yfir þremur Bandaríkjamönnum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Meiri líkur á bílveiki þegar ekið er í rafbíl

Meiri líkur á bílveiki þegar ekið er í rafbíl
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hún vinnur við að fjarlægja skapahár en eitt neitar hún að gera

Hún vinnur við að fjarlægja skapahár en eitt neitar hún að gera