fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
Fréttir

Katrín opnar sig um áfallið: „Afi var enn lifandi og missti báða syni sína á nokkrum mánuðum“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 10. maí 2024 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Katrín Jakobsdóttir, forsetaframbjóðandi og fyrrverandi forsætisráðherra, er í einlægu viðtali í nýjasta tölublaði Heimildarinnar sem kom út í dag. Í viðtalinu ræðir Katrín meðal annars um persónuleg málefni, þar á meðal andlát föður síns, Jakobs Ármannssonar, sem lést þegar hann var 57 ára.

Katrín, sem er yngst fjögurra systkina, segist hafa átt góða æsku en fjölskyldan bjó við þröngan kost í blokkaríbúð í Álfheimum. „Þau voru ólík, mamma var tilfinningavera en pabbi alltaf rólegur. Þau voru sálufélagar og voru ekki aðeins hjón heldur bestu vinir,“ segir hún meðal annars um foreldra sína.

Um svipað leyti og Katrín útskrifaðist sem stúdent greindist faðir hennar með krabbamein í meltingarfærum og stuttu síðar kom í ljós að meinið var komið of langt til að unnt væri að meðhöndla það. „Það var áfall,“ segir Katrín í viðtalinu en meinið dró föður hennar til dauða á aðeins þremur mánuðum.

Katrín hafði kynnst sorginni þegar amma hennar lést í barnæsku en sorgin var önnur og meiri þegar faðir hennar fór.

„Þetta var stærra. Ofan á allt var bróðir pabba að takast á við krabbamein á sama tíma og lést nokkrum mánuðum síðar. Afi var enn lifandi og missti báða syni sína á nokkrum mánuðum. Sorgin var því margbrotin. Pabbi, sem var svo vinsæll og vel liðinn, var farinn frá okkur,“ segir hún við Heimildina.

Katrín segir að við það að missa föður sinn svona ung hafi hún áttað sig á því að lífið er ekki endalaust.

„Það hljómar kannski eins og sjálfshjálparbók en þú átt ekki að bíða eftir því að rétti tíminn komi. Oft hefur mér verið sagt að bíða, minn tími muni koma. En kannski kemur hann aldrei. Það þýðir ekkert að bíða eftir því að einhver annar segi að nú sé lag, því lífið er mikilvægara en dauðinn.“

Í viðtalinu ræðir Katrín einnig um fjölskylduna, ástina, stjórnmálin og forsetaembættið svo eitthvað sé nefnt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segir Sjálfstæðisflokkinn víst boða skattalækkun á þá efnamestu – „Glittir líka hressilega í undirlægjuhátt Sjálfstæðismanna“

Segir Sjálfstæðisflokkinn víst boða skattalækkun á þá efnamestu – „Glittir líka hressilega í undirlægjuhátt Sjálfstæðismanna“
Fréttir
Í gær

„Krafan um bann við laxeldi er krafa um að svipta fólki vinnunni, voninni og eignunum“

„Krafan um bann við laxeldi er krafa um að svipta fólki vinnunni, voninni og eignunum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Maður á fimmtugsaldri með gífurlegt magn af þýfi úrskurðaður í gæsluvarðhald

Maður á fimmtugsaldri með gífurlegt magn af þýfi úrskurðaður í gæsluvarðhald
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gervihnattarmyndir varpa ljósi á leynimakk Rússa og Norður-Kóreumanna

Gervihnattarmyndir varpa ljósi á leynimakk Rússa og Norður-Kóreumanna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mannskæður hernaður Rússa í Úkraínu – „Við nálgumst tölur eins og voru í síðari heimsstyrjöldinni“

Mannskæður hernaður Rússa í Úkraínu – „Við nálgumst tölur eins og voru í síðari heimsstyrjöldinni“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sýknaður að hluta eftir bílaeltingaleik í Kjós – Þótti ekki líklegur til stórræða á 19 ára gömlum bíl

Sýknaður að hluta eftir bílaeltingaleik í Kjós – Þótti ekki líklegur til stórræða á 19 ára gömlum bíl
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þorvaldur kaus utan kjörfundar en grunar að maðkur sé í mysunni – „Hvað ætli Hæstiréttur myndi segja um það kæmi málið til kasta hans?“

Þorvaldur kaus utan kjörfundar en grunar að maðkur sé í mysunni – „Hvað ætli Hæstiréttur myndi segja um það kæmi málið til kasta hans?“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hvar er Svanberg? – Telur elskhuga eiginkonu Geirfinns hafa lykilupplýsingar í málinu – Hefur farið huldu höfði í Þýskalandi

Hvar er Svanberg? – Telur elskhuga eiginkonu Geirfinns hafa lykilupplýsingar í málinu – Hefur farið huldu höfði í Þýskalandi