Þór bauð upp á ótrúlega endurkomu í Lengjudeild karla í kvöld er liðið spilaði við Aftureldingu í annarri umferð.
Allt stefndi í sigur Mosfellina að þessu sinni en Afturelding spilaði manni færri a lveg frá 49. mínútu.
Staðan var 2-1 fyrir Aftureldingu er 94 mínútur voru komnar á klukkuna en þá áttu heimamenn eftir að skora tvö mörk til að tryggja sigur.
Njarðvík spilaði þá við Dalvík/Reyni og vann flottan 3-0 heimasigur.
Þór 4 – 2 Afturelding
0-1 Georg Bjarnason(‘2)
0-2 Andri Freyr Jónasson(‘8)
1-2 Birkir Heimisson(’19)
2-2 Egill Orri Arnarsson(’76)
3-2 Rafael Victor(’94)
4-2 Sigfús Fannar Gunnarsson(’95)
Njarðvík 3 – 0 Dalvík/Reynir
1-0 Joao Jordao Junior(’43)
2-0 Oumar Diouck(’89, víti)
3-0 Oumar Diouck(’90)