Bayer Leverkusen er komið í úrslit Evrópudeildarinnar eftir jafntefli við Roma í kvöld á heimavelli.
Það stefndi enn eina ferðina í fyrsta tap Leverkusen á tímabilinu en Roma var með 2-0 forystu er 97 mínútur voru komnar á klukkuna.
Josip Stanisic sá hins vegar um að tryggja það að Leverkusen myndi ekki tapa og jafnaði þá metin á dramatískan hátt.
Ljóst er að Leverkusen mun spila við Atalanta í úrslitum sem vann Marseille örugglega á sama tíma, 3-0.