fbpx
Laugardagur 27.júlí 2024
Fókus

Raunir á íslensku stefnumóti – Ætlaði að borga fyrir sig en gaurinn straujaði kortið – „Mér leið heldur ömurlega með þetta“

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 11. maí 2024 17:00

Hverjar eru hinar óskrifuðu reglur á fyrsta stefnumóti?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar farið er á stefnumót eru margar spurningar sem koma upp. Hverju á að klæðast? Hvert á að fara? Og síðast en ekki síst hver á að borga?

Íslensk kona lýsir stefnumóti sem hún fór á á samfélagsmiðlinum reddit og beinir spurningum sínum til annarra kvenna, það er um hver eigi að borga, og til karla hvort þeir finni pressu til að borga.

„Ég fór á deit með gæja og verðið var um 3.000 kr. á mann. Ég sagðist borga fyrir mig og búin að taka upp kortið, en þrátt fyrir það fór hann fram fyrir mig og straujaði kortinu sínu fyrir okkur bæði,“ segir konan.

Hún segir að þessi maður hafi verið mjög almennilegur og að hann hafi einungis verið að reyna að vera herramannslegur og hugsunarsamur í sinni framkomu. Engu að síður leið henni ekki vel með þetta.

„Þó hafði ég gert mér grein fyrir, hálfa leið inn í stefnumótið, að við værum ekki „match“. En mér leið heldur ömurlega með þetta, af þeim ástæðum að hann vildi hitta mig aftur og ég hafði ekki áhuga,“ segir konan.

Gæti skynjað að hann eigi inni

„Dömur, hvað finnst ykkur; eiga gæjarnir að borga reikninginn á deiti, eða að hver borgi fyrir sig? Ég kýs að borga fyrir mig sjálfa og hefur alltaf þótt það óþægileg tilhugsun að náungi, sem ég veit lítið um, borgi fyrir bæði. Það er einnig óréttlátt fyrir hann að mega búast við því að allt leggist á hann. Þetta er orðið svolítið úrelt í dag, finnst ykkur ekki?“ spyr konan kynsystur sínar.

Þá spyr hún karla hvort þeir upplifi pressu að borga fyrir dömuna á stefnumóti og hvort að þeir geri ráð fyrir að þær vænti þess.

„Það er fallega hugsað að gæjinn bjóðist til að borga. En þegar ég segi að ég borgi fyrir mig, þykir mér myndarlega gert að þeir virði það. Við erum bæði sjálfstæðir einstaklingar sem vinnum fyrir okkar eigin tekjum,“ segir hún. „Einnig þykir mér sú tilfinning óþægileg, að minni hálfu, að deitið gæti hugsanlega skynjað eða megi gera ráð fyrir að hann eigi eitthvað inni hjá mér.“

Ekki á fyrsta stefnumóti

Eins og gefur að skilja hafa líflegar umræður spunnist um færslu konunnar. Eru margar konur sammála henni um að það sé úrelt og jafn vel óþægilegt að karlinn taki fram fyrir hendurnar á konunni og borgi.

„Mér finnst það sjálfsagt að hver borgi fyrir sig og myndi ekkert sitja á mér að láta viðkomandi vita – ef gæjinn myndi svo borga eftir að ég hef látið þá skoðun í ljós þá væri það smá óþægilegt,“ segir ein kona í athugasemdum. „En kannski er ég leiðinlega mikill rauðsokkur, ég vil ekki finnast ég ‘skulda’ viðkomandi eitthvað eða skekkja á væntingum á fyrsta stefnumóti. Það væri ekki fyrr en seinna meir sem ég myndi leyfa viðkomandi að tríta mig.“

„Ef það er einhver sem ég er að hitta í fyrsta skipti þá er ekki séns að það sé borgað fyrir mig. Annað ef það er seinna ef það er orðið að sambandi þá finnst mér ekkert óþægilegt að það sé borgað fyrir mig, en ég myndi líka borga stundum fyrir manneskjuna,“ segir önnur.

Eins og konan geti ekki séð fyrir sér

„Mér finnst þetta svakalega úrelt og jaðar jafnvel við að þetta sé condescending gagnvart konunni – eins og hún geti ekki séð fyrir sér,“ segir einn karl í athugasemdum.

„Þetta með að gaurinn borgar er svo…staðlað og boring eitthvað. Miklu skemmtilegra ef allir ganga jafnir að borði, svo er hægt að fara á skemmtilegan stað og bjóða hinum upp á eitthvað,“ segir annar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Háklassa vændiskona rukkar 1,4 milljónir fyrir endaþarmsmök – „Ég held að karlmenn njóti þess að sjá konur í óþægilegum aðstæðum“

Háklassa vændiskona rukkar 1,4 milljónir fyrir endaþarmsmök – „Ég held að karlmenn njóti þess að sjá konur í óþægilegum aðstæðum“
Fókus
Í gær

Ingi skorar á Íslendinga að finna sig – Klukkarinn fær 100 þúsund í fundarlaun

Ingi skorar á Íslendinga að finna sig – Klukkarinn fær 100 þúsund í fundarlaun
Fókus
Fyrir 2 dögum

Magnús Hlynur hrekkti eiginkonuna og þurfti að sofa á sófanum í nótt

Magnús Hlynur hrekkti eiginkonuna og þurfti að sofa á sófanum í nótt
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kjartan er ekki neyddur til að vera í opnu sambandi – „Myndi ekki vilja fara til baka“

Kjartan er ekki neyddur til að vera í opnu sambandi – „Myndi ekki vilja fara til baka“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Íbúar ensks þorps afar ósáttir við fjölmenna kynlífshátíð í næsta nágrennni – Kvarta undan orgum og frygðarstunum

Íbúar ensks þorps afar ósáttir við fjölmenna kynlífshátíð í næsta nágrennni – Kvarta undan orgum og frygðarstunum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Prinsinn orðinn 11 ára – Mamman myndar afmælisdrenginn

Prinsinn orðinn 11 ára – Mamman myndar afmælisdrenginn