Lið Arsenal hefur staðfest það að miðjumaðurinn Jorginho sé búinn að skrifa undir nýjan samning við félagið.
Þetta var staðfest nú í hádeginu en Jorginho hefur oft verið orðaður við brottför frá enska félaginu.
Ljóst er að Ítalinn er ekki á förum frá Arsenal og hefur gert samning til næsta sumars eða 2025.
Jorginho kom til Arsenal frá Chelsea í fyrra og hefur spilað stórt hlutverk á núverandi tímabili.
Jorginho er enn aðeins 32 ára gamall og virðist njóta lífsins í London.