Antoine Griezmann, leikmaður Atletico Madrid, hefur undanfarna mánuði og í raun ár verið orðaður við bandarísku MLS deildina.
Griezmann hefur sjálfur staðfest það að hann vilji spila í MLS deildinni áður en ferlinum lýkur.
Frakkinn birti ansi athyglisverða mynd á Instagram síðu sinni í gær en þar mátti sjá mynd af fyrrum samherja hans, Lionel Messi.
Messi var á meðal fjögurra leikmanna á þessari mynd en allir aðilar spila í MLS deildinni sem kom mörgum á óvart.
Sumir telja að Griezmann sé að gefa í skyn að hann sé á förum frá Atletico en hann lék með Messi á sínum tíma hjá Barcelona.
Hér má sjá þessa umtöluðu mynd.