Eldgosinu sem staðið hefur í Sundhnúksgígaröðinni á Reykjanesskaga undanfarna vikur er lokið. Þetta kemur fram á vef Veðurstofunnar. „Sérfræðingar Almannavarna flugu dróna yfir gosstöðvarnar við Sundhnúk í gærkvöldi og þá var enga virkni að sjá í gígnum. Gosórói hafði farið minnkandi í gær og engar hraunslettur sáust úr gígnum í nótt. Þessu eldgosi sem stóð yfir í tæpa 54 dagar er því lokið,“ segir þar.
Áfram mælist landsris í Svartsengi og eru líkur á nýju kvikuhlaupi og öðru eldgosi. Fyrirvari á nýju eldgosi gæti orðið mjög stuttur.