Eins og flestir vita er búið að staðfesta það að varnarmaðurinn Thiago Silva mun ekki spila með Chelsea á næstu leiktíð.
Silva hefur skrifað undir samning við lið Fluminese í Brasilíu og mun líklega enda ferilinn þar í landi.
Þessi 39 ára gamli leikmaður grét á verðlaunaafhendingu Chelsea í vikunni en hann hefur gefið allt í verkefnið í Lundúnum undanfarin fjögur ár.
Silva kom til Chelsea á frjálsri sölu frá Paris Saint-Germain og hefur lengi verið einn besti og mikilvægasti leikmaður liðsins.
Silva er væntanlega miður sín yfir hvernig síðasta tímabil hans hjá félaginu gekk en Chelsea mun ekki ná Meistaradeildarsæti í vetur.
Þetta má sjá hér.
Thiago Silva in tears at Chelsea’s award ceremony last night. These 4 years at Chelsea feel like 10 years. He puts all his heart into it.
What a legend! pic.twitter.com/tRWoqBTh31
— Vince™ (@Blue_Footy) May 8, 2024