Stuðningsmenn Real Madrid sáu ástæðu til þess að móðga Lionel Messi, leikmann Inter Miami, fyrir leik gegn Bayern Munchen í gær.
Myndband af þessu birtist á Twitter en þar má sjá stuðningsmenn Real kalla Messi ‘tíkarson’ fyrir leik í undanúrslitum Meistaradeildarinnar.
Þessir ágætu stuðningsmenn kannast vel við Messi en hann lék lengi með Barcelona og fór oft illa með þá hvítklæddu á sínum ferli.
Real vann þennan leik við Bayern 2-1 og er komið úrslit og mun þar spila við lið Borussia Dortmund.
Myndband af þessu má sjá hér.
Real Madrid fans chanting against Leo Messi hours before their match against Bayern Munich: „Leo Messi, son of a b*tch..“ 🗣️⚪️
— All About Argentina 🛎🇦🇷 (@AlbicelesteTalk) May 8, 2024