Manchester United er líklega of seint í að blanda sér í baráttuna um Graham Potter, fyrrum stjóra Chelsea og Brighton.
Samkvæmt nýjustu fregnum á Potter von á samningstilboði frá hollenska félaginu Ajax og eru góðar líkur á að hann taki því boði.
United hefur skoðað það að ræða við Potter undanfarnar vikur en viðræður við Ajax virðast vera komnar á lokastig.þ
Potter hefur sjálfur fengið þónokkur tilboð frá liðum eins og Lyon, Leicester og einnig sænska landsliðinu.
Telegraph segir að Ajax sé nú að setja allt í botn í að fá Potter í sínar raðir og er sannfært um að hann sé rétti maðurinn til að snúa gengi liðsins við.