Stuðningsmenn Manchester United eru handvissir um það að Rio Ferdinand, goðsögn liðsins, hafi beðið Thomas Tuchel um að koma til félagsins í gær.
Atvikið átti sér stað fyrir leik Bayern Munchen og Real Madrid sem fór fram í undanúrslitum Meistaradeildarinnar.
Leikið var í Madríd en Real vann að lokum 2-1 sigur og er komið í úrslitaleikinn og spilar þar gegn Dortmund.
Tuchel er orðaður við United en litlar líkur eru taldar á því að Erik ten Hag haldi áfram sem stjóri liðsins næsta vetur.
Ferdinand sást hvísla einhverju að Tuchel í beinni útsendingu í gær eins og má sjá hér.
😂😂👀 pic.twitter.com/7gQWYOO9hF
— Rio Ferdinand (@rioferdy5) May 8, 2024