Ótrúlegt atvik átti sér stað í gær er lið River Plate og Nacional áttust við í Copa Libertadores í Suður Ameríku.
Leikmaður Nacional, Leandro Lozano, hefði klárlega átt að fá rautt spjald í þessum leik fyrir glórulausa tveggja fóta tæklingu.
Staðan var þá 2-0 fyrir River Plate en atvikið var skoðað af dómara leiksins í VAR sem ákvað að tæklingin væri góð og gild.
Það er í raun algjörlega fáránlegt að maðurinn hafi ekki verið sendur af velli en hann hefði hæglega getað fótbrotið andstæðinginn.
Sjón er sögu ríkari en myndband af þessu má sjá hér.
Naaaa que papelon el de Anderson Daronco … después de ser llamado por el VAR dijo siga siga mamita pic.twitter.com/xH0bwUpN9k
— Ale (@AwayBonni) May 8, 2024