Aðalmeðferð fer nú fram í máli ákæruvaldsins í New Jersey gegn 31 árs karlmanni, Christopher Gregor, sem er sakaður um að hafa beitt son sinn hrottalegu ofbeldi og þar með valdið því að sex ára drengurinn lést langt fyrir aldur fram.
Fimmti dagur réttarhaldanna fór fram í dag og þar bar vitni réttameinafræðingurinn um dánarorsök drengsins. Réttarmeinafræðingurinn sagði drenginn hafa látið lífið af áverkum og innvortis blæðingu eftir hrottalegt ofbeldi sem meðal annars skaðaði lifur hans og hjarta.
Þessir áverkar höfðu mun verri áhrif en ella þar sem drengurinn hjartavöðvasjúkdóm af völdum streitu. Bar réttarmeinafræðingurinn að viðvarandi heimilisofbeldi hafi valdið drengnum svo mikilli angist að hjarta hans var hægt og rólega farið að gefa sig.
Kviðdómur fékk fyrr í vikunni að sjá myndbönd þar sem Gregor þvingaði son sinn til að hlaupa á hlaupabretti þar til hann örmagnaðist. Jafnvel eftir að drengurinn kastaðist af brettinu þá þreif faðir hans hann aftur upp og þvingaði hann til að hlaupa áfram.
Það sem gerir þetta enn sorglegra er að móðir drengsins, Breanna, greindi frá því að Gregor hafi hitt son sinn í fyrsta skiptið ári áður en hann lést, og eftir það heimtað reglulega umgengni. Strax eftir fyrstu umgengni hafi drengurinn komið heim með sprungna vör. Hún hafði leitað til barnaverndar eftir aðstoð og meðal annars sýnt myndir af áverkum sem sonur hennar kom heim með, en ekkert var gert til að verja son hennar.
Myndir voru sýndar í dómsal í dag sem blaðamenn fengu ekki að sjá. Blaðamenn greina frá því að þeir sem fengu að sjá myndefnið hafi sopið hveljur og fóru nokkrir viðstaddir að gráta.
Verjendur Gregors halda því fram að drengurinn hafi látið lífið sökum blóðeitrunar og á innvortis áverkar stafi af tilraunum sjúkraliða til endurlífgunar. Réttarmeinafræðingur hafnar þeirri söguskýringu. Áverkar geti vissulega komið við endurlífgun, en ekki þeir sem drengurinn hafði.
Gregor er meðal hötuðustu manna Bandaríkjanna þessa daganna, þó svo að dómur sé ekki fallinn í málinu. Fjölmiðlar og vitni hafa gert mikið úr hörku hans og óvægð. Hjúkrunarfræðingur sem tók á móti Gregor þegar hann kom með drenginn meðvitundarlausan á sjúkrahús, skömmu áður en hann dó, segir að faðirinn hafi engin merki sýnt um uppnám.
Hann hafi sagt það eitt að móðir drengsins væri fíkill og að sjúkrahúsið mætti ekki upplýsa hana um innlögnina. Síðan hafi hjúkrunarfræðingar og læknar verið ein með drengnum þegar hann lét lífið af áverkum sínum, en faðir hans kærði sig ekki um að fylgja honum inn á sjúkrastofu. Átta mínútum eftir að drengurinn lést sást Gregor á upptöku keyra í burtu frá sjúkrahúsinu. Lögregla reyndi í kjölfarið að ná tali af honum en Gregor svaraði hvorki þeim né móður drengsins.
Klukkustund eftir að drengurinn dó fór Gregor á Google til að kynna sér hvort lögregla gæti rakið síma hans ef hann væri í flugi, og hversu lengi lögregla væri að gefa út ákæru eftir að krufning fer fram.
Barnavernd greindi eins frá því að daginn sem drengurinn dó hafi Gregor haft samband og sagt að sonur sinn hefði sagt sér að móðir hans ætlaði að láta hann ljúga ofbeldi upp á föður sinn. Tók hann sér langan tíma að nefna alla í lífi drengsins sem gætu hafa beitt hann ofbeldi