fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
433Sport

Eitrað andrúmsloft á æfingasvæði United eftir tölvupósta Ratcliffe – „Til skammar“

Helgi Sigurðsson
Miðvikudaginn 8. maí 2024 19:42

Sir Jim Ratcliffe

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er eitrað andrúmsloft á meðal starfsfólks á æfingasvæði Manchester United eftir harða gagnrýni Sir Jim Ratcliffe, nýs hluthafa í félaginu. The Sun fjallar um málið.

Ratcliffe og fyrirtæki hans INEOS eignuðust nýlega um fjórðungshlut í United og tóku yfir knattspyrnuhlið rekstursins. Á dögunum sendi hann tölvupóst til allra starfsmanna þar sem hann lýsti yfir vonbrigðum í kjölfar þess að hafa farið yfir aðstöðuna hjá United.

„Mér var því miður brugðið á mörgum stöðum yfir hversu óhreint það var. Sérstaklega hjá upplýsingatæknideildinni, sem var til skammar. Ekki voru búningsklefar U18 og U21 árs liðanna mikið skárri,“ sagði meðal annars í póstum Ratcliffe.

Sagði hann að enginn myndi komast upp með þetta hjá INEOS, en þessi gagnrýni hefur ekki fallið vel í kramið á meðal starfsfólks United ef marka má The Sun.

Á upplýsingatæknideildinni vinnur ungt fólk sem er á meðal þeirra lægst launuðu hjá United. Starf þeirra er fremur krefjandi og þessi gagnrýni Ratcliffe fór því öfugt ofan í starfsmennina þar. Líður þeim eins og þau hafi verið gerð að blórabögglum fyrir myn stærra vandamál innan félagsins.

Þá er ekki ánægja á meðal starfsmanna akademíunnar eftir ummælin um búningsklefa yngri liðanna. Andrúmsloftið er sagt eitrað vegna póstanna.

Þetta kemur allt saman í kjölfar þess að starfsmönnum var tilkynnt á dögunum að þau fengju ekki ókeypis miða á úrslitaleik enska bikarsins milli United og Manchester City þar sem var verið að skera niður kostnað. Skorið var niður á fleiri stöðum einnig.

Þá hefur Ratcliffe sett mætingaskyldu til fólks sem áður hafði svigrúm til að vinna heima hjá sér. Gerði hann þetta vegna reynslu sinnar af heimavinnandi fólki hjá INEOS. Það er þó ekki pláss fyrir alla starfsmenn og ákvörðunin því allt annað en vinsæl.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Karius ansi óvænt orðaður við stórlið

Karius ansi óvænt orðaður við stórlið
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Meistararnir sýna ungstirni Real Madrid áhuga

Meistararnir sýna ungstirni Real Madrid áhuga
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Real Madrid hefur áhuga á besta leikmanni Englands í dag

Real Madrid hefur áhuga á besta leikmanni Englands í dag
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Varð vitni að því þegar Kári Árna lokaði þessum tveimur samningum úti á golfvelli – „Spilaði svo hið fullkomna golf“

Varð vitni að því þegar Kári Árna lokaði þessum tveimur samningum úti á golfvelli – „Spilaði svo hið fullkomna golf“
433Sport
Í gær

Hryllingur fyrir markaðsteymi Puma – Búin að eyða mynd þar sem skórnir voru í ruslinu

Hryllingur fyrir markaðsteymi Puma – Búin að eyða mynd þar sem skórnir voru í ruslinu
433Sport
Í gær

Greindist með sjúkdóm og þurfti að læra að labba á nýjan leik – Segir frá bataferlinu

Greindist með sjúkdóm og þurfti að læra að labba á nýjan leik – Segir frá bataferlinu