Fiorentina er komið í úrslitaleik Sambandsdeildarinnar annað árið í röð eftir sigur á Club Brugge í undanúrslitum.
Fyrri leik liðanna lauk með 3-2 sigri Fiorentina í Flórens en það var Maxim De Cuyper sem kom belgíska liðinu yfir í kvöld. Staðan í einvíginu þar með orðin jöfn.
Á 85. mínútu jafnaði hins vegar Lucas Beltran af vítapunktinum og varð lokaniðurstaðan 1-1, samanlagt 4-3 fyrir Fiorentina.
Liðið er þar með komið í úrslitaleikinn annað árið í röð. Í fyrra tapaði það fyrir West Ham í úrslitaleiknum.
Andstæðingurinn í ár verður Aston Villa eða Olympiacos.