Manchester United skoðar þann möguleika að kaupa Alex Remiro, markvörð Real Sociedad, í sumar ef marka má spænska miðilinn Marca.
Andre Onana gekk í raðir United fyrir tímabil en samkvæmt Marca gætu dagar hans á Old Trafford senn verið taldir eftir skamma dvöl. Kappinn hefur fengið á sig 55 mörk í 35 leikjum í ensku úrvalsdeildinni, en United er að eiga arfaslakt tímabil.
Remiro er með klásúlu í samningi sínum við Sociedad upp á 60 milljónir punda en United gæti reynt að borga minna en það fyrir markvörðinn.