fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
433Sport

Aðeins einn leikmaður Manchester United óskaði Sancho til hamingju

Helgi Sigurðsson
Miðvikudaginn 8. maí 2024 19:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jadon Sancho og félagar í Dortmund náðu þeim stórkostlega árangri að komast í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í gær. Sancho er á láni hjá þýska félaginu frá Manchester United.

Sanhco gekk í raðir Dortmund á ný í janúar, en United keypti hann þaðan 2021. Lítið gekk hins vegar upp upp á Old Trafford og var hann loks lánaður til baka.

Eftir 1-0 sigur á PSG í gær, samanlagt 2-0, í undanúrslitum Meistaradeildarinnar er Sancho mættur með sínum mönnum í úrslitaleikinn. Þar verður andstæðingurinn Real Madrid eða Bayern Munchen.

Enskir miðlar vekja athygli á því að undir færslu Sancho á Instagram, þar sem hann fagnar því að hafa komist í úrslitaleikinn, skrifar aðeins einn leikmaður United. Það er fyrirliðinn Bruno Fernandes. Setti hann þar þrjú klappandi tjákn.

Fjórir leikmenn United til viðbótar settu like við færsluna, Kobbie Mainoo, Lisandro Martinez, Antony og Sofyan Amrabat.

Ekki er ljóst hvað Sancho gerir í sumar. Dortmund vill hafa hann hjá sér áfram en ekki er víst hvort félagið hafi efni á að kaupa hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Selena Gomez trúlofuð
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Mögnuð innkoma Sveindísar af bekknum – Ferna á rúmum tuttugu mínútum í Meistaradeildinni

Mögnuð innkoma Sveindísar af bekknum – Ferna á rúmum tuttugu mínútum í Meistaradeildinni
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

KR-ingar kveðja Benóný sem skrifaði undir í Manchester í dag

KR-ingar kveðja Benóný sem skrifaði undir í Manchester í dag
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Róbert Wessman uppljóstrar því hvað hann hefur sett í KR síðustu ár – Ótrúleg upphæð

Róbert Wessman uppljóstrar því hvað hann hefur sett í KR síðustu ár – Ótrúleg upphæð
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

United hendir í útsölu í janúar – Hellingur af leikmönnum sem má fara

United hendir í útsölu í janúar – Hellingur af leikmönnum sem má fara
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Mourinho aftur í ensku úrvalsdeildina?

Mourinho aftur í ensku úrvalsdeildina?
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ronaldo opinberar hvert hans nýja verkefni er

Ronaldo opinberar hvert hans nýja verkefni er
433Sport
Í gær

Hannes segist hafa „sprungið úr reiði“ er hann sá tilkynninguna

Hannes segist hafa „sprungið úr reiði“ er hann sá tilkynninguna
433Sport
Í gær

Þetta er liðið sem Pogba vill ólmur fara til – Myndi hitta fyrir fyrrum liðsfélaga á Old Trafford

Þetta er liðið sem Pogba vill ólmur fara til – Myndi hitta fyrir fyrrum liðsfélaga á Old Trafford