fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fókus

Fylgdarsveinn afhjúpar hvað konur vilja í raun og veru

Fókus
Laugardaginn 11. maí 2024 21:30

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mitch Larsson var lögfræðingur og síðan heimavinnandi faðir áður en hann ákvað að reyna fyrir sér á nýjum starfsvettvangi 41 árs gamall. Hann varð þá fylgdarsveinn og er óhætt að segja að hann hefur lært margt um konur og kynlíf síðustu ár og segir að fullnægingar „skipti ekki öllu máli.“

Mitch Larsson er ekki hans raunverulega nafn en hann kallar sig það í pistli sem birtist á bodyandsoul.com.au.

Hann segir að ákvörðunin um að verða fylgdarsveinn sé sú besta sem hann hefur tekið. „Viðskiptavinir mínir hafa veitt mér innsýn í líf þeirra sem mjög fáir menn fá að sjá og ég titla mig nú ekki sem einhvern kvennasérfræðing en vil samt sem áður deila því sem ég hef lært,“ segir hann.

Konur vita hvað þær vilja – en segja það ekki

„Konurnar sem ég hef kynnst vita hvað þær vilja í svefnherberginu en þeim líður oft ekki nægilega vel, eða er ekki látið líða nægilega vel, til að segja það skýrt og skilmerkilega.

Þær spyrja: „Er þetta í lagi?“, „Hvernig finnst þér þetta?“ og jafnvel „Er ég að gera þetta rétt?“ En þær segja mér sjaldan hvernig þeim líður nema ég beinlínis hvetji þær til þess.

Viðskiptavinir mínir vita augljóslega betur en ég hvað þeim finnst gott þannig það gerir starf mitt auðveldara að spyrja þær hvernig er best fyrir þær að fá fullnægingu.“

Fullnægingar taka tíma

„Þegar ég tala við viðskiptavini mína um hvað hjálpar þeim að fá fullnægingu þá fullvissa ég þær um að ég hef jafn gaman af ferlinu og þær.

Ég vil að þær viti að þær geti slakað á og þurfi ekki að hafa áhyggjur af minni ánægju. Ég hvet þær til að nánast „blokka“ mig út og gleyma að ég sé þarna ef það er nauðsynlegt svo þær geta einbeitt sér að því að fá það. Ég skil að þetta ferli tekur tíma og þolinmæði – lengri tíma fyrir sumar, styttri fyrir aðra. Allt frá fimm til fimmtán mínútum svona oftast.“

Fullnægingar skipta ekki öllu máli

„Þegar viðskiptavinir mínir fá það ekki þá kemur það mér alltaf jafn mikið á óvart að það trufli þær varla. Það væri auðvitað frábært ef þær myndu fá það í hvert einasta skipti en það er allt ferlið sem þær njóta og sækjast eftir. Spjallið, daðrið, kossarnir og kúrið eftir kynlífið.

Það er mjög sjaldgæft að viðskiptavinir verða pirraðir því þeir fá það ekki og ætlast til að tíminn klárist ekki fyrr en þeir fái fullnægingu en það er ekki rétt. En flestar þeirra eru meira en sáttar með nándina.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Gefur Bríet falleinkunn fyrir tónleika – „Stundum var líkt og söngkonan syngi í gegnum nefið“

Gefur Bríet falleinkunn fyrir tónleika – „Stundum var líkt og söngkonan syngi í gegnum nefið“
Fókus
Í gær

Megan Fox sá eitthvað óviðeigandi í síma MGK og hætti með honum – Er ítalska kyntröllið nýi kærastinn?

Megan Fox sá eitthvað óviðeigandi í síma MGK og hætti með honum – Er ítalska kyntröllið nýi kærastinn?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sagan af Kóngsa geimfara er ný barnabók eftir Laufeyju Arnardóttur

Sagan af Kóngsa geimfara er ný barnabók eftir Laufeyju Arnardóttur
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Guðrún gaf Helga Jean súludans í afmælisgjöf – Allir stoppuðu og horfðu

Guðrún gaf Helga Jean súludans í afmælisgjöf – Allir stoppuðu og horfðu