fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fréttir

Umdeildum dómi snúið við í Bretlandi – Fötluð kona sýknuð í manndrápsmáli

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 8. maí 2024 17:30

Auriol Grey

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dómi yfir fatlaðri og hálfblindri konu í Englandi hefur verið snúið við en áður hafði konan, Auriol Grey, verið dæmd í þriggja ára fangelsi fyrir manndráp. Málið hefur vakið mikla ytra en Daily Mail fjallar ítarlega um það í dag.

Grey var í göngutúr í fyrra í bænum Huntingdon í Cambridge-skíri í Englandi þegar hin 77 ára gamla Celia Ward kom hjólandi á móti henni á gangstéttinni. Grey varð logandi hrædd við að verða fyrir hjólinu, hafa lögfræðingar hennar sagt, og öskraði á Ward að koma sér af gangstéttinni og kom sömu skilaboðum á framfæri með áköfum handabendingum.

Sjá einnig: Fötluð og hálfblind kona dæmd fyrir manndráp – Vísaði hjólreiðarkonu af gangstétt og út á götu þar sem hún varð fyrir bíl

Ward hlýddi þessu með því að hjóla út á götuna en á vildi ekki betur til en svo að bíll kom á fleygiferð og klessti á hana. Ward var úrskurðuð látin á vettvangi þegar viðbragðsaðilar komu á slysstað.

Hin látna, Celia Ward, ásamt eiginmanni sínum David

 

Mun eiga erfitt uppdráttar í fangelsi

Það vakti talsverða reiði þegar Grey var dæmd í fangelsi vegna málsins í mars í fyrra og ekki síður þegar tilraunum lögfræðinga hennar til að fá dóminn styttan, í ljósi fötlunar hennar og erfiðra félagslegra aðstæðna, báru ekki erindi sem erfiði.

Málinu var svo áfrýjað en þar tókst lögfræðingum hennar að sýna fram á að enginn illur ásetningur hafi legið að baki gjörðum hennar. „Ef að ágengar  handabendingar eru ólöglegar þá væru 50 þúsund fótboltaáhangendur handteknir um hverja helgi,“ sagði lögmaður hennar fyrir dómi.

Niðurstaðan var því sú að um afar óheppilegt slys væri að ræða og Grey því laus allra mála.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Óprúttnir netglæpamenn herja á ferðaþjónustufyrirtæki – „Þeir kaupa þjónustu með fölskum kortanúmerum“

Óprúttnir netglæpamenn herja á ferðaþjónustufyrirtæki – „Þeir kaupa þjónustu með fölskum kortanúmerum“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Gamla góða Cocoa Puffs aftur á leið í verslanir

Gamla góða Cocoa Puffs aftur á leið í verslanir
Fréttir
Í gær

Ólafur Ágúst spyr hvort Vernd sé einkarekið fangelsi í dulbúningi – „Ákveðin tegund þrælahalds“

Ólafur Ágúst spyr hvort Vernd sé einkarekið fangelsi í dulbúningi – „Ákveðin tegund þrælahalds“
Fréttir
Í gær

Selenskíj varpar ljósi á það hversu margir úkraínskir hermenn hafa fallið í stríðinu

Selenskíj varpar ljósi á það hversu margir úkraínskir hermenn hafa fallið í stríðinu
Fréttir
Í gær

Ilræmdur rússneskur pyntingastjóri drepinn með bílsprengju

Ilræmdur rússneskur pyntingastjóri drepinn með bílsprengju
Fréttir
Í gær

Uppnám í Langholtshverfi vegna drápshunda – „Þessir hundar voru að drepa kött kærastans míns! Hringdu á lögguna strax“

Uppnám í Langholtshverfi vegna drápshunda – „Þessir hundar voru að drepa kött kærastans míns! Hringdu á lögguna strax“