fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Eyjan

Uppnám varð í breska þinginu skömmu áður en fyrirspurnatími forsætisráðherra hófst

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 8. maí 2024 18:30

Neðri deild breska þingsins fyrr í dag/Skjáskot Youtube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breskir fjölmiðlar greindu frá því fyrr í dag að nokkurt uppnám hefði orðið í neðri deild þingsins í morgun skömmu áður en vikulegur fyrirspurnatími forsætisráðherrans, Rishi Sunak, átti að hefjast. Reis þá þingmaður Íhaldsflokksins, flokks Sunak, Natalie Elphicke, úr sæti sínu og tilkynnti að hún hefði ákveðið að ganga til liðs við stærsta stjórnarandstöðuflokkinn, Verkamannaflokkinn, og færði sig um set í þingsalnum og settist á meðal þingmanna hans. Þetta er í annað sinn á 10 dögum sem að þingmaður Íhaldsflokksins færir sig yfir til Verkamannaflokksins og pólitísk staða Sunak fer því enn versnandi.

Elphicke var fyrst kjörin á þing í síðustu þingkosningum, árið 2019.

Í umfjöllun Sky News kemur fram að þegar Elphicke tilkynnti í þinginu að hún hygðist skipta um flokk sagði hún að margt hefði breyst síðan hún var kjörin á þing fyrir Íhaldsflokkkinn. Þá hafi flokkurinn, undir forystu Boris Johnson, verið á miðju breskra stjórnmála og unnið markvisst að því að byggja Bretland upp til framtíðar. Johnson hafi hins vegar verið bolað frá völdum og við tekið á endanum Rishi Sunak en undir hans forystu hafi Íhaldsflokkurinn orðið samnefnari fyrir vanhæfni og sundrungu. Sunak hafi fært flokkinn frá þeirri stefnu sem hafi tryggt kosningasigurinn 2019. Hún sagði Verkamannaflokkinn, undir stjórn Keir Starmer, hafa breyst til hins betra og að honum væri hægt að treysta sem flokki framtíðarinnar.

Stjórnmálaskýrendur segja um gríðarlegt högg að ræða fyrir Sunak bæði í ljósi þess að Elphicke tilkynnti um flokkaskiptin rétt fyrir fyrirspurnatímann og þess að Íhaldsflokkurinn tapaði fylgi í sveitarstjórnarkosningum um helgina.

Skiptin komu á óvart

Skammt er síðan annar þingmaður Íhaldsflokksins Dan Poulter færði sig yfir til Verkamannaflokksins en hann sagði helstu ástæðuna þá að fyrrnefndi flokkurinn hefði vanrækt heilbrigðiskerfið allt of lengi.

Starmer var sigri hrósandi í fyrirspurnatímanum í kjölfar tilkynningar Elphicke og sótti hart að Sunak, sem var brugðið, að boða til þingkosninga en þær eiga að fara fram í seinasta lagi í janúar 2025.

Stjórnmálaskýrendur segja að tilkynning Elphicke hafi komið mjög á óvart og að enginn orðrómur hafi verið á kreiki um að hún hefði í hyggju að skipta um flokk.

Eins og Poulter mun Elphicke ekki bjóða sig fram til endurkjörs í næstu kosningum. Hún segir í samtali við Sky News að Verkamannaflokkurinn hafi ekki boðið sér aðalstign fyrir að ganga til liðs við flokkinn. Elphicke segir að það sem eftir er kjörtímabilsins muni hún einbeita sér einkum að húsnæðismálum og því að stuðla að aukinni uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í Bretlandi en hún segir sinn gamla flokk algjörlega hafa brugðist í þeim málum.

Starmer og Verkamannaflokkurinn hafa hins vegar verið gagnrýnd meðal annars af Skoska þjóðarflokknum fyrir að taka opnum örmum á móti Elphicke en hún var talin tilheyra hægrisinnaðasta armi þingflokks Íhaldsflokksins og því ýmsir sem eiga bágt með að sjá að hún passi vel inn í Verkamannaflokkinn. Sumir fyrrum flokksfélagar hennar í Íhaldsflokknum segja hana raunar ekki eiga neitt sameiginlegt með Verkamannaflokknum og hafa rifjað upp gömul ummæli sem Elphicke hefur látið falla sem einkennst hafa af harðri gagnrýni á nýja flokkinn hennar.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Brynjar Níelsson: Sjálfstæðisflokkurinn hætti að tala við kjósendur sína sem misstu þolinmæðina gagnvart flokknum

Brynjar Níelsson: Sjálfstæðisflokkurinn hætti að tala við kjósendur sína sem misstu þolinmæðina gagnvart flokknum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þrír nýir stjórnendur hjá Lyfju

Þrír nýir stjórnendur hjá Lyfju
Eyjan
Fyrir 5 dögum

KAPP kaupir bandarískt fyrirtæki í Seattle

KAPP kaupir bandarískt fyrirtæki í Seattle
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Ágúst Hraundal skrifar: Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis?

Ólafur Ágúst Hraundal skrifar: Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Valdalaus Bjarni Ben veitir leyfi til hvaladráps næstu fimm árin – Ný ríkisstjórn hlýtur að ógilda leyfið

Orðið á götunni: Valdalaus Bjarni Ben veitir leyfi til hvaladráps næstu fimm árin – Ný ríkisstjórn hlýtur að ógilda leyfið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Skiptar skoðanir á hver fari í raun frjálslega með sannleikann – „Þetta er ekki boðlegur málflutningur hjá þér“

Skiptar skoðanir á hver fari í raun frjálslega með sannleikann – „Þetta er ekki boðlegur málflutningur hjá þér“