fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fókus

Eiginkonan vill að ég stundi kynlíf með öðrum konum – Hjálp!

Fókus
Fimmtudaginn 9. maí 2024 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Nýlega viðurkenndi eiginkona mín að henni líkar betur við sjálfsfróun en kynlíf með mér. Núna hefur hún stungið upp á því að við opnum sambandið.“

Svona hefst bréf karlmanns til kynlífs- og sambandsráðgjafa The Sun, Dear Deidre.

Hann er 48 ára og eiginkona hans er 47 ára. Þau hafa verið gift í tvo áratugi og eiga tvo syni á unglingsaldri.

„Mér lýst ekkert á þetta, því það er nándin sem ég vil en ekki bara kynferðisleg örvun,“ segir maðurinn.

„Kynlífið okkar hefur aldrei verið sérstakt. Hún hefur aldrei fengið fullnægingu, sama hversu mikið ég hef reynt í forleik. Ég hef reynt að nota kynlífstæki, lesið alls konar ráð og leiðbeiningar, ég hef prófað nuddolíur og sleipiefni. En ekkert virkar.

Ég gerði ráð fyrir að hún væri að glíma við eitthvað líkamlegt eða sálrænt vandamál sem væri að koma í veg fyrir að hún gæti fengið fullnægingu og ég reyndi að sannfæra hana um að leita sér faglegrar aðstoðar, en hún neitaði.“

Einn daginn breyttist allt

„Ég var að fara á klósettið og hélt að enginn væri inni á baðherbergi, en hún var í sturtunni að fróa sér – og virtist njóta þess í botn.

Eftir þetta atvik viðurkenndi hún að hún fær fullnægingar þegar hún stundar sjálfsfróun og það reglulega, fjórum til fimm sinnum í viku, en hún hefur haldið þessu leyndu fyrir mér. Hún hefur verið að gera þetta allt hjónabandið okkar.

Mér leið ömurlega og ég fann fyrir sterkri höfnunartilfinningu. Ég spurði af hverju hún geti ekki fengið fullnægingu með mér. Hún sagðist elska mig en sagði að kynlíf með mér væri ekki nóg fyrir hana. Ég grátbað hana um að hætta að fróa sér og að einbeita sér að kynlífinu okkar, en hún hefur ekki gert það. Ég veit það því ég hef heyrt í henni stunda sjálfsfróun síðan við áttum þetta samtal.

Það er sárt að vita til þess að hún nýtur kynlífs betur ein heldur en með mér.

Núna segir hún að ef mig langi þá má ég leita að einhverjum öðrum til að stunda kynlíf með, hún hefur gefið mér blessun sína. En ég held að það muni ekki hjálpa, ég vil eiginkonu mína. Hvað á ég að gera?“

Ráðgjafinn svarar:

„Mörgum finnst gott að stunda sjálfsfróun og finnst það skilvirkari leið til að fá það, því þeir vita hvað þeim sjálfum finnst gott og þurfa ekki að fullnægja þörfum annarra í leiðinni.

En það er ekki algengt að einhver velji alltaf sjálfsfróun fram yfir kynlíf, þegar sá einstaklingur er annars í hamingjusömu hjónabandi. Ég velti því fyrir mér hvort eiginkona þín sé að glíma við djúpstæðari vandamál varðandi nánd eða líkama sinn.

Talaðu aftur við hana og spurðu hvort hún sé til að fara með þér til kynlífs- og sambandsráðgjafa.

Ekki opna sambandið, því þú augljóslega vilt það ekki og það mun bara skapa fleiri vandamál. Útskýrðu fyrir konunni þinni að þetta snúist ekki um kynlífið sjálft heldur að tengjast henni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Björgvin Franz um ákvörðun dóttur sinnar að hætta á OnlyFans – „Það var verið að hóta henni“

Björgvin Franz um ákvörðun dóttur sinnar að hætta á OnlyFans – „Það var verið að hóta henni“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gullni piparsveinninn með ólæknandi krabbamein

Gullni piparsveinninn með ólæknandi krabbamein
Fókus
Fyrir 3 dögum

Læknar sögðu Anton Bjarka að hafa engar áhyggjur af góðkynja æxlinu – Fann fyrir reiði þegar það kom í ljós að það væri illkynja og ágengt

Læknar sögðu Anton Bjarka að hafa engar áhyggjur af góðkynja æxlinu – Fann fyrir reiði þegar það kom í ljós að það væri illkynja og ágengt
Fókus
Fyrir 3 dögum

Erna Hrönn tókst á við geranda sinn fyrir dómstólum og tapaði -Veit í hjarta sínu hvar skömmin á heima

Erna Hrönn tókst á við geranda sinn fyrir dómstólum og tapaði -Veit í hjarta sínu hvar skömmin á heima
Fókus
Fyrir 4 dögum

Emmsjé Gauti auglýsir eftir ófrískum konum

Emmsjé Gauti auglýsir eftir ófrískum konum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?