Jack Grealish leikmaður Manchester City hefur játað á sig umferðarlagabrot en hann mætti fyrir dómara í morgun.
Grealish var á síðasta ári gómaður við að keyra of hratt í Wythall. Þar var leyfilegur hámarkshraði 50 kílómetra hraði á klukkustund en Grealish var á 70.
Grealish var á Range Rover jeppa sínum sem kostar um og yfir 20 milljónir.
Grealish fékk 170 þúsund króna sekt fyrir brot sem ætti að vera lítið mál fyrir hann að borga þar sem hann þénar fleiri millónir í hverri viku.
Grelish fékk einnig punkta í ökuskrá sína og þarf að fara varlega ef hann vill ekki missa prófið.