fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
433Sport

Fer ófögrum orðum um Bjarna Jó og segir hann vonlausa manneskju –  „Þá var samband okkar dautt“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 8. maí 2024 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hinn litríki karakter Gary Martin fer ófögrum orðum um Bjarna Jóhannsson þjálfara Selfoss, hann segir hann ekki vera góða manneskju sem þorir ekki að svara skilaboðum eða símtölum.

Málefni enska framherjans vöktu athygli í vetur þegar það kom í ljós að Selfoss vildi ekkert með hann hafa. Gary var launahæsti leikmaður liðsins en fékk hvorki að æfa né spila með liðinu.

Selfoss féll niður í þriðju efstu deild á síðasta ári og vildi Gary skoða það að fara. „Þegar við féllum þá bauð ég Selfoss það að borga mér sex mánuði og ég færi, þetta snýst ekki um peninga. Selfoss er besti bærinn sem ég hef búið í á Íslandi, þetta var gott líf,“ sagði Gary í hlaðvarpinu, Chess after Dark.

„Félagið hefur góða aðstöðu, Selfoss ætti að geta orðið eins og Víkingur. Magnaðar aðstæður.“

Selfoss ætlaði að taka þann kost að borga Gary hálft árið en vildu setja klásúlur í samninginn sem strákurinn frá Darlington vildi ekki sætta sig við. „Þeir tóku fyrsta kostinn að borga mér sex mánuði en það voru klásúlur um að ef ég færi í annað lið þá myndu þeir ekki borga mér og ég var ekki sáttur með það.“

Gary snéri aftur til landsins í vetur og bjó á Selfossi en Bjarni Jó vildi ekki sjá hann á æfingum.  „Ég kom aftur til Íslands og ég var hungraður, ég hafði haft það gott í nokkur ár. Þénað vel og ég þurfti að komast í umhverfi þar sem mér leið ekki vel, vera á sex mánaða samningi og skora. Til að halda vinnunni þarf maður að spila vel.“

Gary sem hefur spilað fyrir KR, Val, Víking Reykjavík og fleiri lið og vildi fara aftur í Bestu deildina. „Við náðum ekki samkomulagi, ég kom aftur og reyndi að komast í Bestu deildina. Ég var bara til í að fara í Fram eða FH, Fram út af Rúnari og FH er stærsta liðið fyrir utan KR. Ég vildi ekki flytja frá Selfossi

„Eitt af því var nálægt því að ganga eftir, það var Fram. Þegar þeir komu aftur þá hafði ég samið við Ólafsvík, ég fundaði með Rúnari Kristins um málið. Ég æfði í tvær vikur með KR og vissi þá að ég gæti enn spilað í efstu deild.“

„Ég ætlaði að sitja á Selfossi, ég var með vinnu sem ég naut og gott tímabil. Selfoss vildi ekki spila mér, leyfðu mér ekki að æfa. Létu mig vera heima þegar þeir fóru í æfingaferðinni.“

Gary segist í janúar reynt að hafa samband við Bjarna Jó en þjálfari Selfoss sem tók við í vetur vildi ekki svara honum. „Ég veit ekki hvað gerðist, í janúar sendi ég sms skilaboð á þjálfarann, hann svaraði ekki. Ég hringdi tvisvar og hann svaraði ekki, þá var samband okkar dautt. Ég spila aldrei fyrir hann, þú getur ekki treyst á mig til að bjarga starfinu þínu. Það kostar ekkert að svara skilaboðum, hann er bara léleg manneskja.“

Að lokum samdi Gary við Víking Ólafsvík en Selfoss borgar hluta af launum hans, hann ætlar að gera allt til þess að þakka Ólafsvík traustið en liðið leikur í 2. deildinni líkt og Selfoss.

„Ég var glaður með að sparka ekki í boltann, ég vissi ekki hvað myndi gerast. Ólafsvík gerði allt til að fá mig, þetta eru lengstu félagaskipti í sögunni. Bjarni Jó gekk að manni sem heitir Þorsteinn frá Ólafsvík í ræktinni þar og bauð þeim að taka mig og borga 50 prósent af launum, þannig fór þetta í gegn.“

„Ég ætla ekki að slátra Selfossi, það er gott fólk þarna. Tommi á Kaffi Krús er kóngurinn, Guðjón Bjarni. Þeir gerðu allt fyrir mig, það er til skammar hvernig félagið fór að þessu. Ólafsvík gerði mikið til að fá mig, ef þið gerið svona fyrir mig þá geri ég allt til þess að borga til baka.“ 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Allir mættu nema Mbappe
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum
Allir mættu nema Mbappe
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Tuchel ætlar ekki að breyta til

Tuchel ætlar ekki að breyta til
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Sjáðu atvikin: Allt í rugli á Anfield – Fulham slapp en Robertson fékk beint rautt

Sjáðu atvikin: Allt í rugli á Anfield – Fulham slapp en Robertson fékk beint rautt
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Þjálfarinn ræddi aldrei við Sævar á meðan hann var í starfi – „Pælingarnar hans góðar en hann kom þeim svo illa frá sér“

Þjálfarinn ræddi aldrei við Sævar á meðan hann var í starfi – „Pælingarnar hans góðar en hann kom þeim svo illa frá sér“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Hvað var Pogba að gefa í skyn? – Sjáðu myndina

Hvað var Pogba að gefa í skyn? – Sjáðu myndina
433Sport
Í gær

Gríðarlega kalt og hann spilaði með húfu

Gríðarlega kalt og hann spilaði með húfu
433Sport
Í gær

Gengur endanlega í raðir Eyjamanna

Gengur endanlega í raðir Eyjamanna