Svo gæti farið að yfirvofandi félagaskipti Kylian Mbappe frá Paris Saint-Germain til Real Madrid verði tilkynnt á allra næstunni.
Snemma á þessu ári sögðu miðlar um allan heim að Mbappe hefði náð samkomulagi við Real Madrid um að ganga til liðs við félagið þegar samningur hans rennur út í sumar.
Á þeim tíma var einnig fjallað um að skiptin yrðu gerð opinber um leið og ljóst yrði að PSG og Real Madrid gætu ekki mæst í Meistaradeildinni.
PSG féll úr leik gegn Dortmund í gær og því ljóst að liðin mætast ekki. Stór tilkynning gæti því verið væntanleg á næstu dögum.