fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fréttir

Sauð upp úr hjá Dóru Björt og Ragnhildi Öldu – „Það er fáránlegt hvernig þú lætur. Þetta er alveg svakalegt með þig“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 7. maí 2024 22:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Borgarfulltrúarnir Dóra Björt Guðjónsdóttir (Pírötum) og Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir (Sjálfstæðisflokki) tókust hressilega á í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag (þriðjudag). Umræðuefnið var eldfimt, lóðasamningar borgarinnar við olíufélögin.

Málið er mjög umdeilt, aðallega í tengslum við umfjöllun Maríu Sigrúnar Hilmarsdóttur í Kastljósi, sem upphaflega átti að vera innslag í fréttaskýringaþættinum Kveikur. Tekist er á um hvort eðlilegt sé að olíufélögunum hafi verið veittur byggingarréttur á leigulóðum gegn niðurrifi bensínstöðva.

Dóra Björt greindi frá því að á borgarstjórnarfundi fyrr um daginn hefði verið samþykkt tillaga um að fela Innri endurskoðun að framkvæma úttekt á samningunum þar sem kannað yrði hvort þeir hafi verið gerðir með hagmuni borgarinnar að leiðarljósi. „Við teljum ekki vera neitt að fela“ sagði Dóra Björt og lýsti yfir ánægju með að málið fengi þessa skoðun. Hún sagði staðreyndavillur vera í umfjöllun Kastljóss um samningana, þar hafi bæði verið um að ræða ofmat á íbúðafjölda í væntanlegri uppbyggingu á þessum lóðum, sem og ofmat á virði byggingarréttarins.

Dóra Björt sagði engan veginn víst að byggingarétturinn myndi fela í sér mikinn gróða fyrir olíufélögin, það myndi kosta þau mikið að koma lóðunum í byggingarhæft ástand, það væri flókið að hreinsa upp olíumengaðan jarðveg. „Þannig að það er ekki víst að að það sé mikill gróði í þessu fyrir þá, þetta er hins vegar mikilvægt fyrir okkur, þarna fáum við fasteignagjöld, við fáum útsvarstekjur frá íbúum sem eru að flytja til borgarinnar.“ Benti hún á að það væri um það bil fimmfalt dýrara að byggja í dreifðri byggð en í þéttri byggð, „þannig að við viljum gjarnan byggja á svona reitum inni í hverfunum vegna þess að það er í takt við okkar grænu þróun.“

Sagði hún gagnrýni á samningana að hluta til byggja á röngum forsendum og staðreyndavillum.

Hæðnistónn í Ragnhildi Öldu

„Mér finnst dálítið skemmtilegt að Dóru Björt kollega mínum sé orðið svona annt um góðavon olíufélaganna, það þarf að passa að þau græði nú eitthvað, þessi blessuðu félög,“ sagði Ragnhildur Alda, en Dóra Björt skaut inn í: „Ég er ekki upptekin af því.“

Ragnhildur Alda sagði að tal Dóru Bjartar um staðreyndavillur væru bara útúrsnúningar, blaðamenn Kastljóss hefðu svarað þeim athugasemdum vel. Hún sagði líka að þær tölur skiptu ekki máli heldur sú heildarmynd að íbúar borgarinnar hefðu verið snuðaðir af fyrrverandi borgarstjóra. Vísaði hún síðan til fordæmis hins svokallaða Hornafjarðarmáls þar sem olíufélagi var gert að yfirgefa lóð og skilja hana eftir í upprunalegu ástandi þegar leigutíma var lokið. Hún benti á að orðalag í lóðaleigusamningum væri skýrt, viðkomandi fyrirtæki eigi bara að pakka saman og skila lóðinni eins og viðkomandi fékk hana nema borgin samþykki að kaupa húsið sem var á lóðinni.

Dóra Björt sagði sérkennilegt hvað Sjálfstæðisflokknum virtist skyndilega vera orðið lítið umhugað um eignaréttinn. Reglan væri sú að hús væru byggð á leigulóðum sem væru í eigu borgarinnar. Það væru sérkennileg skilaboð til aðila, jafn íbúa sem fyrirtækja, öllu væri bara lokið þegar leigsamningurinn rynni út. Hún benti á að Sjálfstæðisflokkurinn hefði ekki kosið gegn neinum af þeim samningum sem gerðir hafa verið og hann hefði stutt það árið 2019 að farið yrði í þessar samningaviðræðurm við olíufélögin.

„Mest af því sem hún var að segja var algjört bull,“ sagði Ragnhildur Alda þegar hún fékk orðið aftur. Dóra Björt spurði þá ítrekað: „Hvað var bull?“

Dóra Björt sagði ennfremur: „Aldrei hef ég heyrt Sjálfstæðisflokkinn tala svona mikið fyrir innviðagjöldum.“ Við þessu sagði Ragnhildur Alda: „Það er fáránlegt hvernig þú lætur. Þetta er alveg svakalegt með þig.“

Hér hefur aðeins verið greint frá hluta af umræðu borgarfulltrúanna í þættinum. Hlusta má á alla umræðuna hér.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Rússnesk skip og kafbátar horfnir úr sýrlenskri flotastöð

Rússnesk skip og kafbátar horfnir úr sýrlenskri flotastöð
Fréttir
Í gær

Nettó og Bónus í jólabókaverðstríði — mikill verðmunur á spilum, bókum og Legó

Nettó og Bónus í jólabókaverðstríði — mikill verðmunur á spilum, bókum og Legó
Fréttir
Í gær

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands
Fréttir
Í gær

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Óprúttnir netglæpamenn herja á ferðaþjónustufyrirtæki – „Þeir kaupa þjónustu með fölskum kortanúmerum“

Óprúttnir netglæpamenn herja á ferðaþjónustufyrirtæki – „Þeir kaupa þjónustu með fölskum kortanúmerum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gamla góða Cocoa Puffs aftur á leið í verslanir

Gamla góða Cocoa Puffs aftur á leið í verslanir