Borussia Dortmund er komið í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu eftir að hafa slegið út Paris Saint-Germain á útivelli í kvöld.
Þýska liðið vann fyrri leikinn 1-0 á heimavelli og lagði leikinn frábærlega upp í París í kvöld. Liðið varðist vel og á 50. mínútu skoraði Mats Hummels eina mark leiksins.
Samanlögð niðurstaða því 2-0 fyrir Dortmund sem er komið í úrslitaleikinn á Wembley, þar sem liðið tapaði einmitt fyrir Bayern Munchen í úrslitaleiknum 2013.
Í hinum undanúrslitaleiknum mætast Bayern og Real Madrid en staðan er 2-2 eftir fyrri leikinn í Þýskalandi.