Það er búist við því að Armando Broja yfirgefi Chelsea endanlega í sumar.
Þessi 22 ára gamli framherji er sem stendur á láni hjá Fulham en hann snýr aftur þaðan í sumar. Chelsea hefur áður lánað hann til Vitesse og Southampton en í sumar má búast við því að hann verði seldur.
Fjöldi félaga hefur áhuga á honum, bæði innan Englands og annars staðar í Evrópu.
Broja er fæddur í Englandi en spilar fyrir albanska landsliðið. Hann er uppalinn hjá Chelsea.
🚨🔵 EXCL: Chelsea and Armando Broja are planning to part ways this summer.
Permanent transfer expected as soon as he returns from Fulham loan. 🇦🇱
Albanian number one striker’s on the list of several clubs in Europe and Premier League, looking at him as main option. pic.twitter.com/g5kVQhLdcK
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 7, 2024