fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Pressan

Ítalir hafa fengið nóg – Sekta fólk fyrir að vera á sundskýlunni eða bikiní einu saman

Pressan
Miðvikudaginn 8. maí 2024 06:30

Þetta hylur nú ekki mikið.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Yfirvöld og íbúar í Lignano á Ítalíu hafa fengið nóg af „frjálslegum“ klæðnaði margra ferðamanna og hefur því verið ákveðið að framvegis verði óheimilt að vera aðeins í sundskýlu eða bikíníi annars staðar en á baðströndum í sveitarfélaginu.

Bannið nær til allra eldri en 12 ára. 20 Minuten skýrir frá þessu og segir að karlar verði framvegis að vera í stuttermabol, hið minnsta, ef þeir ætla að spranga um á sundskýlunni utan baðstrandanna. Konur verða að vera í toppi yfir bikiníinu eða sundbolnum.

Yfirvöld settu þessar reglur í kjölfar fjölda kvartana frá heimamönnum vegna þess sem þeir telja vera vanklædda ferðamenn.

Sektin fyrir fyrsta brot er sem nemur um 3.800 íslenskum krónum en ef viðkomandi lætur sér ekki segjast og er sektaður aftur er sektin sem nemur um 80.000 íslenskum krónum.

Svipað bann hefur verið sett í öðrum ítölskum bæjum sem og í Barcelona á Spáni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Áttræð kona lét lífið út af bilun í rafmagnsrúmi – „Hún þjáðist allan tímann“

Áttræð kona lét lífið út af bilun í rafmagnsrúmi – „Hún þjáðist allan tímann“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tik-Tok-maðurinn dæmdur

Tik-Tok-maðurinn dæmdur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu