fbpx
Laugardagur 27.júlí 2024
Pressan

Norska fjársjóðsleitin er hafin – Milljónir í boði og þú getur tekið þátt

Pressan
Miðvikudaginn 8. maí 2024 08:00

Er fjársjóðurinn falinn í Norheimsund? Mynd:Wikimedia

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í norskum skógi er búið að koma kassa einum fyrir. Í honum er kóði sem tryggir þeim, sem finnur hann, rúmlega eina milljón norskra króna í verðlaun.

Það er fyrirtækið Horde sem stendur fyrir þessari fjársjóðsleit. „Við erum byrjuð aftur. Á leynilegum stað í Noregi höfum við falið 1.093.072 norskar krónur (það svarar til um 14 milljóna íslenskra króna) fyrir þann sem kemur fyrst,“ segir í tilkynningu frá Horde sem stóð fyrir fjársjóðsleitinni í fyrsta sinn síðasta sumar.

Fyrirtækið, sem veitir fjármálaráðgjöf, vill vekja athygli á hversu margir Norðmenn eru með vaxtaberandi neyslulán. Upphæðin svarar til þess hversu margir Norðmenn eru með neyslulán.

Fjársjóðsleitin vakti mikla athygli á síðasta ári og mörg þúsund manns tóku þátt í henni og fylgdu þeim vísbendingum sem Horde birti reglulega á heimasíðu sinni.

„Þetta vakti mikla athygli. Um leið vöktum við athygli á mikilvægu og stóru vandamáli, það eru há neyslulán. Þess vegna gerum við þetta aftur,“ sagði Alf Gunnar Andersen, stofnandi Horde, í samtali við Dagbladet.

Til að auka spennuna, hefur Horde sett upp vefmyndavél af kassanum.

Það voru þeir Sigurd Sunklakk og Hans Inge Josdal, sem þekktust ekki fyrir, sem fundu kassann á síðasta ári eftir mikla leit í heila viku. Þeir ákváðu að taka höndum saman við leitina og það skilaði þeim milljóninni.

Til að taka þátt í leitinni þarf að hlaða niður appi en það var mest sótta appið í Noregi á síðasta ári.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 5 dögum

Ævintýraferðin breyttist í martröð – Hjónin fundust látin í björgunarbát sex vikum síðar

Ævintýraferðin breyttist í martröð – Hjónin fundust látin í björgunarbát sex vikum síðar
Pressan
Fyrir 6 dögum

Sakamál: Hryllingur í smábæ – Dóttirin stumraði yfir líki móður sinnar

Sakamál: Hryllingur í smábæ – Dóttirin stumraði yfir líki móður sinnar
Pressan
Fyrir 1 viku

Einn eftirlýstasti strokufangi Bandaríkjanna sigldi undir fölsku flaggi í 30 ár

Einn eftirlýstasti strokufangi Bandaríkjanna sigldi undir fölsku flaggi í 30 ár
Pressan
Fyrir 1 viku

Árásarmaðurinn ætlaði sér ekki að deyja

Árásarmaðurinn ætlaði sér ekki að deyja
Pressan
Fyrir 1 viku

Loftslagsbreytingar hafa áhrif á tímann samkvæmt nýrri rannsókn – „Þetta er vitnisburður um alvarleika loftslagsbreytinga“

Loftslagsbreytingar hafa áhrif á tímann samkvæmt nýrri rannsókn – „Þetta er vitnisburður um alvarleika loftslagsbreytinga“
Pressan
Fyrir 1 viku

Ökumaður Teslubifreiðar lenti í árekstri og missti stjórn á bílnum í kjölfarið – Sjáðu magnað myndband

Ökumaður Teslubifreiðar lenti í árekstri og missti stjórn á bílnum í kjölfarið – Sjáðu magnað myndband
Pressan
Fyrir 1 viku

600 ára gamall texti líkist vel þekktum texta frá síðari tímum

600 ára gamall texti líkist vel þekktum texta frá síðari tímum
Pressan
Fyrir 1 viku

Er leitinni að Plánetu níu að ljúka?

Er leitinni að Plánetu níu að ljúka?