fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Pressan

Óhugnanleg uppgötvun undir húsi eins valdamesta nasistans

Pressan
Miðvikudaginn 8. maí 2024 07:00

Herman Göring lengst til vinstri. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þýskt áhugafólk um fornleifafræði gerði nýlega óhugnanlega uppgötvun undir gólffjölunum í húsi sem Hermann Göring, sem var einn valdamesti nasistinn á tímum Þriðja ríkisins, átti. Húsið er í Wolfsschanze, sem var ein aðalbækistöð nasista, sem hefur verið hluti af Póllandi síðan síðari heimsstyrjöldinni lauk.

Undir gólfinu fundust fimm beinagrindur og það sem gerir málið enn óhugnanlegra er að á þær vantaði hendur og fætur. Der Spiegel skýrir frá þessu.

Lögreglunni var strax tilkynnt um þetta en rannsókn lögreglunnar leiddi ekki í ljós að glæpur hefði verið framinn nýlega.

Beinagrindurnar eru af þremur fullorðnum, unglingi og ungabarni.

Der Spiegel segist hafa heimildir fyrir að um fjölskyldu geti verið að ræða.

Wolfsschanze var eins og áður sagði ein aðalbækistöð nasista. Á þeim tíma var þetta lítill bær þar sem nasistar bjuggu og var vel gert við þá. Kvikmyndahús var í bænum, kaffihús og loftvarnirnar við hann voru í góðu lagi.

Í dag er svæðið í mikilli niðurníðslu.

Göring gekk næstur Adolf Hitler að völdum. Hann var einn grimmasti handlangari Hitlers en um leið var hann einn vinsælasti leiðtogi nasista. Ástæðan er að hann, ólíkt Hitler, var talinn mjög alþýðlegur og glaðbeittur og af þeim sökum féll almenningi vel við hann.

Hann setti Gestapo á laggirnar sem og fyrstu útrýmingarbúðirnar. Flest þau lög, sem voru sett og beindust gegn gyðingum, eru með hans undirskrift.

Hermenn bandamanna handsömuðu Göring í lok stríðsins og var hann dæmdur til dauða, það átti að hengja hann. En skömmu áður en aftakan átti að fara fram svipti hann sig lífi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking
Pressan
Fyrir 2 dögum

Líf hjónanna breyttist mjög þegar dóttir þeirra gekk í hjónaband með Assad

Líf hjónanna breyttist mjög þegar dóttir þeirra gekk í hjónaband með Assad
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þessi matvæli á aldrei að setja í ísskáp

Þessi matvæli á aldrei að setja í ísskáp
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ertu í vandræðum með silfurskottur? Svona er hægt að losna við þær

Ertu í vandræðum með silfurskottur? Svona er hægt að losna við þær