fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Fókus

Hætti með kærastanum því hann var alltaf svo upptekinn – Fékk áfall þegar hún komst að ástæðunni

Fókus
Fimmtudaginn 9. maí 2024 11:30

Laura Twyford.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríska konan Laura Twyford, nítján ára, hætti með kærastanum sínum því henni fannst hann aldrei hafa tíma fyrir sig. Hún fékk áfall þegar hún komst loksins að því af hverju hann væri alltaf svona upptekinn.

„Kærasti minn var í opnu sambandi allan þennan tíma og sagði mér aldrei frá því,“ segir Laura í myndbandi á TikTok sem hefur fengið um tíu milljónir áhorfa.

@bipolarb1tch3000 #stitch with @Janet ♬ original sound – 🫶🏻

Laura segir að þau hafi verið svo ástfangin þegar þau byrjuðu saman. Ekkert drama, engir leikir, bara ást sem hún líkir við bíómyndaást. Hann hitti fjölskyldu hennar og allt var í blóma, en það var bara eitt vandamál.

„Hann var alltaf svo upptekinn, hann hafði aldrei tíma fyrir mig og það var vandamál. Hann hafði ekki tíma fyrir samband, eða svo hélt ég,“ segir hún.

Nokkrum dögum eftir að þau hættu saman tók Laura eftir því að einhver kona væri að daðra við fyrrverandi kærasta hennar á samfélagsmiðlum og hann á móti.

„Mér fannst þetta eitthvað skrýtið,“ segir hún og bætir við að hún hafi farið á stúfana að rannsaka málið nánar.

Allir vissu nema hún

Laura komst að því að þetta væri kærasta hans til þriggja ára og væri einnig besta vinkona systur hans.

„Ég áttaði mig á því að hann hafi verið að eyða tíma með henni á kvöldin og mér á daginn,“ segir hún.

Laura ákvað að hafa samband við konuna og láta hana vita að kærasti hennar hafi haldið framhjá henni. En þá kom annað áfall.

„Hún vissi um mig allan tímann. Allir vinir hans vissu og héldu þessu leyndu. Það var ekki bara hann sem fór illa með mig, heldur allir aðrir.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Í gær

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram