Ivan Toney var sterklega orðaður við Manchester United, Arsenal og Chelsea en nú virðast þessi lið ekki lengur hafa áhuga.
Ensk blöð segja frá því í dag að bæði West Ham og Tottenham vilji kaupa Toney í sumar.
Enski framherjinn er 28 ára gamall en hann hefur ekki náð flugi síðustu vikur.
Brentford var sagt vilja 100 milljónir punda fyrir Toney í sumar en nú segir sagan að liðið vilji 50 milljónir punda fyrir hann í sumar.
Toney var settur í langt bann fyrir brot á reglum um veðmál en snéri aftur á þessu tímabili.