Chelsea setur stefnuna á það að kaupa Victor Osimhen framherja Napoli í sumar. Sky á Ítalíu heldur þessu fram.
Osimhen er 25 ára gamall í sumar en hann er falur fyrir 100 milljónir punda í sumar.
Osimhen er með slíka klásúlu í samningi sínum en talið er að PSG muni einnig láta til skara skríða.
Chelsea vill í sumar kaupa framherja, markvörð og miðvörð en Osimhen gæti verið happafengur fyrir liðið.
Osimhen var magnaður á síðustu leiktíð þar sem Napoli vann deildina á Ítalíu en hefur ekki náð alveg sama flugi í ár.