Áhorfendur bauluðu hátt þegar raunveruleikastjarnan Kim Kardashian steig á svið fyrir „The Roast of Tom Brady“ á Netflix, þar sem NFL-leikmaðurinn var grillaður af öðrum stjörnum.
Kardashian var ein af þeim sem steig í pontu til að segja nokkra brandara en hún komst ekki langt fyrr en áhorfendur byrjuðu að baula hátt.
„Vó, vó, vó!“ sagði Kevin Hart, leikari og kynnir þáttarins.
Raunveruleikastjarnan hélt kúlinu og glotti aðeins. „Allt í lagi, allt í lagi,“ sagði hún.
@olivials23 Not Kim K getting booed in the live tom brady roast @Netflix #tombrady #roast #kimkardashian #kevinhart ♬ original sound – Olivia Rivera
Síðan hélt hún áfram eins og ekkert hafi í skorist.
Stjörnurnar létu Brady heyra það og var skotið nokkrum sinnum á hann varðandi skilnað hans og fyrirsætunnar Gisele Bündchen. Sjáðu það besta frá kvöldinu í spilaranum hér að neðan.