Á mánudagskvöldið var einn stærsti tískuviðburður heims – Met Gala. Stjörnurnar mættu í sínu fínasta pússi á Metropolitan listasafnið. Í ár var þemað: „Sleeping Beauties: Reawakening Fashion“ og fatakóðinn, eða dress code, var: „The Garden of Time“, sem er smásaga eftir J. G. Ballard.
Sjá einnig: Best klæddu stjörnurnar á Met Gala 2024
Aðeins útvaldir fá boðskort á Met Gala og samþykkir Anna Wintour, ritstýra Vogue, gestalistann. Gestir þurfa að fylgja ákveðnum reglum, sem mörgum þykir sumar frekar skrýtnar, og ef þeir brjóta þær fá þeir ekki boðskort á næsta viðburð.
Wintour og Andrew Bolton, forstöðumaður Met, fóru yfir reglurnar í CBS This Morning í fyrra.
Ströngustu reglurnar eru: Ekki reykja og ekki snerta listaverkin.
„Það er stranglega bannað,“ sagði Bolton.
Aðspurð hvernig hún velur gestalistann sagði Wintour: „Það fer eftir árinu, það fer eftir þemanu. Það er í rauninni ekkert eitt svar við spurningunni. Við erum alltaf að reyna að endurspegla menninguna að hverju sinni og hvað okkur finnst vera að gerast í heiminum á þeim tíma.“
Það eru fleiri reglur sem gestir þurfa að fylgja, Independent greinir frá.
Árið 2015 var greint frá því að notkun samfélagsmiðla hafði verið bönnuð til að koma í veg fyrir að stjörnurnar eyddu svona miklum tíma í símanum sínum.
„Notkun síma til að taka myndir og samfélagsmiðla verður bönnuð á safninu,“ kom fram í tilkynningu til gesta.
Reglan hefur verið brotin ítrekað og var það meðal annars raunveruleikastjarnan Kylie Jenner sem tók fræga baðherbergismynd árið 2017.
Árið 2018 var greint frá því að það væru komið nýtt aldurstakmark, enginn gestur undir 18 ára.
Árið 2017 voru nokkrar stjörnur gripnar glóðvolgar að reykja inni á baðherbergi, meðal annars leikkonan Dakota Johnson, fyrirsætan Bella Hadid og hönnuðurinn Marc Jacobs. En myndir af þeim reykja fóru á dreifingu um netheima.
Mind you Met gala dosen’t allow smoking or mobile 🧍♀️ https://t.co/DzwNat5Ct6 pic.twitter.com/Yw4WBTPD8t
— Sabha 🍓 got skzjennie crumbs (@SKZPINKS) May 6, 2024
Það skiptir máli fyrir stjórnendur að gestir séu ekki andfúlir og þess vegna er enginn laukur eða hvítlaukur í matnum sem er borinn fram á viðburðinum.
Steinselja er heldur ekki leyfð, svo hún festist ekki í tönnum gesta. Einnig er bannað að bera fram bruschetta, svo það fari ekki í klæðnað gesta.
Gestir mega ekki bara ganga inn og fá sér sæti. Anna Wintour og aðrir stjórnendur liggja yfir sætaskipaninni í marga mánuði fyrir viðburðinn og er allt skipulagt í þaula.