Jadon Sancho hefur ekki einn einasta áhuga á því að snúa aftur til Manchester United í sumar. Talksport heldur þessu fram.
Sancho var lánaður til Dortmund í janúar og þessi 24 ára gamli leikmaður hefur fundið formið sitt aftur.
Eftir erfiða tíma hjá United og deilur við Erik ten Hag var Sancho lánaður til Dortmund í janúar.
Þar hefur kantmaðurinn knái fundið takt sinn og gengið vel hjá félaginu sem hann var hjá áður.
Ten Hag bannaði Sancho að æfa með liðinu eftir rifrildi þeirra í byrjun september og er talið útilokað að Sancho verði áfram ef Ten Hag verður í starfi.