Gylfi Þór Sigurðsson var gjörsamlega magnaður í 3-2 sigri liðsins á Breiðablik í kvöld þar sem tvö rauð spjöld fóru á loft.
Á 28 mínútu leiksins átti Gylfi Þór geggjað skot með vinstri fæti en það small í stönginni og féll fyrir Patrick Pedersen sem hamraði boltanum í netið.
Skömmu síðar var komið að Gylfa en hann fékk boltann út í teig og skoraði fínt mark.
Kristinn Jónsson lagaði stöðuna fyrir heimamenn áður en fyrri hálfleikurinn var á enda.
Síðari hálfleikurinn fór svo af stað með látum, Adam Ægir Pálsson var rekinn af velli þegar hann fékk sitt seina gula spjald á 49 mínútu. Hann virtist láta einhver orð falla.
Arnar Grétarsson þjálfari Vals varð brjálaður og las yfir fjórða dómaranum, Erlendur Eiríkisson mætti á svæðið og rak Arnar af velli sem urðaði þá yfir Erlend.
Þetta hafði engin áhrif á Gylfa Þór sem tók aukaspyrnu skömmu síðar sem endaði í netinu, fínasta skot en líklega átti Anton Ari Einarsson að gera betur.
Aron Bjarnason lagaði stöðuna á nýjan leik fyrir Blika á 67 mínútu en nær komust Blikar ekki.
Breiðablik er með níu stig eftir leikina fimm en Valur er nú komið aftur í pakkann með átta stig, fjórum stigum á eftir toppliði Víkings.