Við fyrstu skoðun á sjúkrahúsi sáu læknar stóran hvít-gulan hlut sem var að stækka aftarlega í hægra auganu. Vökvi hafði einnig safnast fyrir undir sjónhimnunni. Svipuð þróun var að eiga sér stað í vinstra auganu en sjónhimnan var enn í lagi.
Blóðsýni var tekið úr konunni til að komast að hvað væri að valda þessu. Engin merki voru um veirusýkingu eða blóðsjúkdóm og rauðu blóðkornin og ónæmisfrumurnar voru eins og þær áttu að vera. Konan var ekki með HIV eða sjálfsofnæmi en báðir þessir sjúkdómar geta gert fólk viðkvæmara fyrir sjónmissi og sjónbreytingum.
Það var ekki fyrr en röntgenmynd var tekin af bringu hennar og allur líkaminn var skannaður, sem í ljós kom að krabbameinsæxli var í hægra lunganu. Það hafði dreift sér til annarra líffæra, þar á meðal augnanna.
Mjög sjaldgæft er að krabbamein í lungum berist í augun en það gerist aðeins í 0,1% til 7% tilfella. Það er enn sjaldgæfara að sjúklingar upplifi blindu sem fyrsta merkið um lungnakrabbamein. Aðeins 60 slík tilvik hafa verið skráð í heiminum.
Mál konunnar er enn sérstakara fyrir þær sakir að hún reykti ekki en meirihluti lungnakrabbameinstilvika er afleiðing reykinga.