fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Pressan

Veirufaraldur í mjólkurkúm vekur áhyggjur af nýjum heimsfaraldri

Pressan
Þriðjudaginn 7. maí 2024 07:00

H5N1 veiran hefur fundist í mjólkurkúm.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í Bandaríkjunum hefur fuglaflensan H5N1 borist í mjólkurkýr í mörgum ríkjum. Nú er vitað um smit í 39 kúabúum í níu ríkjum en staðan breytist nær daglega. Svo virðist sem veiran hafi herjað á kýrnar í mun meiri mæli og lengur en talið var í fyrstu. Jafnvel allt frá því í byrjun desember á síðasta ári.

Þetta er mat Michael Worebey, þróunarveirufræðings við University of Arizona. Hann byggir þetta mat sitt á gögnum um veirusýni sem bandarísk yfirvöld hafa gert opinber. „Ef þetta er rétt, hefur þetta farið framhjá okkur í vandræðalega og svekkjandi langan tíma. Við erum að reyna að takast á við eitthvað, löngu eftir að hesturinn stakk af,“ sagði hann að sögn Statnews.

Það styður mat hans að leifar af H5N1 veirunni hafa fundist í mjólkursýnum sem er seld í matvöruverslunum um öll Bandaríkin.

Það er sjaldgæft að fuglaflensa berist í fólk en það gerist þó. Síðast í Texas. Frá 2003 til 2022 voru 886 tilfelli skráð í 21 ríki og var dánartíðnin 53%.

Einkenni smits geta verið allt frá því að vera mild, til dæmis augnsýking, til alvarlegrar öndunarfærasýkingar sem getur síðan þróast yfir í alvarlega lungnabólgu með hárri dánartíðni.

Sérfræðingar óttast að veiran muni stökkbreytast og gera að verkum að smit geri borist frá einni manneskju yfir í aðra og þannig verði úr nýr heimsfaraldur inflúensu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Leikkona lést þegar hún tók þátt í hreinsunarathöfn

Leikkona lést þegar hún tók þátt í hreinsunarathöfn
Pressan
Í gær

„Mamma var með kórónuna þegar ég fór í bað“ sagði konungurinn

„Mamma var með kórónuna þegar ég fór í bað“ sagði konungurinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Guinness í jákvæðum vanda – Neyðast til að takmarka sölu

Guinness í jákvæðum vanda – Neyðast til að takmarka sölu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“