Þetta er mat Michael Worebey, þróunarveirufræðings við University of Arizona. Hann byggir þetta mat sitt á gögnum um veirusýni sem bandarísk yfirvöld hafa gert opinber. „Ef þetta er rétt, hefur þetta farið framhjá okkur í vandræðalega og svekkjandi langan tíma. Við erum að reyna að takast á við eitthvað, löngu eftir að hesturinn stakk af,“ sagði hann að sögn Statnews.
Það styður mat hans að leifar af H5N1 veirunni hafa fundist í mjólkursýnum sem er seld í matvöruverslunum um öll Bandaríkin.
Það er sjaldgæft að fuglaflensa berist í fólk en það gerist þó. Síðast í Texas. Frá 2003 til 2022 voru 886 tilfelli skráð í 21 ríki og var dánartíðnin 53%.
Einkenni smits geta verið allt frá því að vera mild, til dæmis augnsýking, til alvarlegrar öndunarfærasýkingar sem getur síðan þróast yfir í alvarlega lungnabólgu með hárri dánartíðni.
Sérfræðingar óttast að veiran muni stökkbreytast og gera að verkum að smit geri borist frá einni manneskju yfir í aðra og þannig verði úr nýr heimsfaraldur inflúensu.