Gullforði kínverska seðlabankans jókst í mars og var það sautjánda mánuðinn í röð sem það gerðist.
Markmið seðlabankans með þessum miklu gullkaupum er að styrkja öryggisnetið tengt gjaldeyrisvaraforða landsins og til að gera Kína minna háð bandaríska dollaranum.
Í mars hækkaði gullverðið um 10% og á síðasta hálfa árinu hefur það hækkað um 25%.
Stríðin í Úkraínu og Gaza eiga einnig sinn þátt í verðhækkuninni því margir leita í gull þegar staða heimsmála þykir ótrygg.