fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Eyjan

Næstum 100 milljónir á síðasta ári frá ríkinu til fyrirtækisins sem aðstoðar Katrínu

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 6. maí 2024 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á síðasta ári greiddi ríkið samskiptafyrirtækinu Aton JL næstum 100 milljónir fyrir auglýsinga- og ráðgjafarþjónustu. Fyrirtækið starfar nú fyrir forsetaframboð Katrínar Jakobsdóttur og tengiliður þess við framboð Katrínar er margfaldur trúnaðarmaður Vinstri grænna.

Aton JL sér um útlit og hönnun fyrir framboðs Katrínar Jakobsdóttur til forseta. Eigandi þriðjungshlutar í Aton JL, Huginn Freyr Þorsteinsson, er tengiliður fyrirtækisins við forsetaframboðið.

Huginn Freyr er jafnframt stjórnarformaður Gallup, sem er í eigu Hamarshyls. Þá átti hann sæti í kjörstjórn Suðvesturkjördæmis en sagði sig úr kjörstjórninni í mars sl., nokkrum vikum áður en Katrín Jakobsdóttir tilkynnti afsögn sína sem forsætisráðherra og framboð til forseta. Kjörstjórnarmaður getur vitanlega ekki tengst framboði neins frambjóðanda og þykir þetta gefa sterklega til kynna að ákvörðun Katrínar um forsetaframboð hafi legið fyrir mun fyrr en hún hefur sagt opinberlega.

Huginn Freyr hefur gegnt margvíslegum trúnaðarstörfum á vegum Vinstri grænna. Hann var aðstoðarmaður Steingríms J. Sigfússonar í tíð ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur og þá aðstoðaði hann Svavar Gestsson er hann var sérlegur samningamaður ríkisstjórnarinnar um Icesave, en sem kunnugt er felldi þjóðin þá Icesave samninga tvívegis í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Aton JL hefur fengið talsverðar greiðslur frá ráðuneytum og ríkisstofnunum frá því ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur tók við völdum í desember 2017 og fram til loka mars á þessu ári. Þessar greiðslur nema samtals 129,4 milljónum á þessu sjö og hálfs árs tímabili samkvæmt upplýsingum úr Opnum reikningum ríkisins.

Frá 1. janúar 2023 fram til 31. mars á þessu ári, eða á 15 mánaða tímabili, námu greiðslurnar frá ráðuneytum og stofnunum ríkisins til Aton JL 93 milljónum króna og fyrstu þrjá mánuði þessa árs greiddi ríkið Aton JL 17,5 milljónir króna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Atlaga Stefáns Einars að Þórði Snæ hjálpar Samfylkingu – tryggir jafnvel kjör fyrrum ritstjóra Fréttablaðsins

Orðið á götunni: Atlaga Stefáns Einars að Þórði Snæ hjálpar Samfylkingu – tryggir jafnvel kjör fyrrum ritstjóra Fréttablaðsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Steinunn Ólína skrifar: Óheiðarleiki er smitsjúkdómur

Steinunn Ólína skrifar: Óheiðarleiki er smitsjúkdómur
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Ræðum ESB!

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Ræðum ESB!
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sér íslenskir skattar og yndi stjórnlyndra flokka

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sér íslenskir skattar og yndi stjórnlyndra flokka