Chelsea er farið að setja allt á fullt til þess að reyna að krækja í Georgiy Sudakov miðjumann Shaktar Donetsk í Úkraínu.
Sudakov er 21 árs gamall en hann og Mykhailo Mudryk kantmaður Chelsea eru miklir vinir.
Sudakov hefur skorað átta mörk á þessu tímabili fyrir félagslið sitt og landslið Úkraínu.
ARsenal, Manchester City og Liverpool hafa öll skoðað Sudakov á þessu tímabili en einnig lið frá Ítalíu.
Samkvæmt fréttum dagsins hefur Chelsea átt regluleg samskipti við umboðsmann Sudakov síðustu vikur en talið er að hann sé til sölu fyrir 65 milljónir punda í sumar.