Ruben Amorim ætlar að vera áfram stjóri Sporting á næstu leiktíð. Hann staðfestir þetta sjálfur.
Amorim er afar spennandi stjóri sem var orðaður við stjórastarfið hjá Liverpool sem arftaki Jurgen Klopp. Arne Slot er þó á leið á Anfield og verður Amorim áfram í Portúgal, þar sem hann var að tryggja sinn annan deildarmeistaratitil með Sporting.
„Ég verð áfram hjá Sporting. Ég er með samning hér og þetta er einstakur tími fyrir mig og félagið,“ segir Amorim, sem einnig var orðaður við stjórastarfið hjá West Ham um tíma.
„Nú reynum við að vinna þriðja titilinn saman. Við skulum reyna að láta það verða að veruleika.“